Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 366. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 929  —  366. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur um landvörslu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margir landverðir voru árlega að störfum árin 2007–2013 og í hversu margar vikur samtals á hverju ári? Hvernig skiptust vikurnar á friðlýst svæði?
     2.      Hversu margar vikur er fyrirhugað að landverðir verði samtals að störfum sumarið 2014 og hvernig er ætlunin að þær skiptist á friðlýst svæði?


    Á vegum Umhverfisstofnunar starfa landverðir tímabundið yfir sumarmánuðina en á nokkrum svæðum starfa sérfræðingar allt árið. Mikilvægt er að hafa í huga þegar tölfræði síðustu sjö ára er skoðuð að á tímabilinu voru ráðnir fjórir heilsársstarfsmenn til viðbótar við þá sem þegar voru starfandi og sinna þeir landvörslu allt árið um kring. Alls eru því starfandi tveir heilsársstarfsmenn í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, einn á Patreksfirði (hóf störf 2011), einn á Ísafirði (hóf störf 2008), einn í Mývatnssveit, einn í Vestmannaeyjum (hóf störf 2008) og einn á Suðurlandi (hóf störf 2013). Einnig hefur Umhverfisstofnun verið í samstarfi við aðra aðila um landvörslu, en það eru Mýrdalshreppur vegna Dyrhólaeyjar, Náttúrustofa Norðurlands vestra vegna Miklavatns, Djúpavogshreppur vegna Teigarhorns og Reykjanesfólkvangur vegna landvörslu þar.
    Á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs starfa landverðir tímabundið yfir sumarmánuðina og er fjöldi þeirra mismunandi eftir starfsstöðvum. Heilsársstarfsmenn í Vatnajökulsþjóðgarði eru 12, en þjóðgarðinum er skipt í fjögur rekstrarsvæði, auk skrifstofu í Reykjavík. Starfsstöðvar í þjóðgarðinum eru á Kirkjubæjarklaustri, í Skaftafelli, á Höfn, á Skriðuklaustri í Ásbyrgi og í Mývatnssveit.
    Í samræmi við upplýsingar frá Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði er fjöldi landvarða og landvarðavikna sem hér segir:

Fjöldi landvarða 2007–2013
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Umhverfisstofnun 12 13 15 16 17 20 26
Vatnajökulsþjóðgarður 33 43 45 46 52 51
Samtals: 12 46 58 61 63 72 77
Fjöldi landvarðavikna 2007–2013
20071 ) 2008 2009 2010 2011 2012 2013 20142 )
Umhverfisstofnun 124 144 140 146 172 219 232 167
Vatnajökulsþjóðgarður 330 441 460 477 522 605 546
Samtals: 124 474 581 606 649 741 837 713
1)Vatnajökulsþjóðgarður tók til starfa 2008.
2)Áætlaður fjöldi.
    Skipting landvarðavikna, alls 167 hjá Umhverfisstofnun og 546 hjá Vatnajökulsþjóðgarði, á landsvæði er sem hér segir:
    Áætlaðar landvarðavikur á vegum Umhverfisstofnunar sumarið 2014 eru alls 167 vikur sem skiptast þannig á friðlýst svæði:
          48 vikur    Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.
          62 vikur    Mývatnssveit.
          7 vikur        Hornstrandir.
          15 vikur    Svæðalandvarsla á Suðurlandi, Friðland að Fjallabaki og Dyrhólaey.
          8 vikur        Svæðalandvarsla á Vesturlandi, friðlýst svæði í Borgarbyggð.
          8 vikur        Svæðalandvarsla á Miðhálendi, Hveravellir og Gullfoss.
          11 vikur    Svæðalandvarsla á sunnanverðum Vestfjörðum, Vatnsfjörður, Dynjandi, Surtarbrandsgil og Látrabjarg.
          8 vikur          Surtseyjarstofa.
    Áætlaðar landvarðavikur í Vatnajökulsþjóðgarði sumarið 2014 eru alls 546 vikur sem skiptast þannig á rekstrarsvæði:
          217 vikur    Norðursvæði.
          64 vikur    Austursvæði.
          207 vikur    Suðursvæði.
          58 vikur    Vestursvæði.
    Ráðuneytið bendir á að landvarsla í þjóðgarðinum á Þingvöllum heyrir ekki undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.