Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 546. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 937  —  546. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um verðþróun á lambakjöti og verð til bænda.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hve stóran hluta af útsöluverði lambakjöts hafa bændur fengið í sinn hlut árlega sl. tíu ár?
     2.      Hvernig hefur viðmiðunarverð á lambakjöti, sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út, þróast á sama tíma?
     3.      Hvernig hefur meðalverð afurðastöðva til bænda breyst á þeim tíma?
     4.      Hvernig hefur meðalverð til kaupenda þróast á þessum tíu árum?
    Óskað er eftir að verð sé gefið upp í krónum og hlutfallsleg hækkun milli ára þar sem við á.


Skriflegt svar óskast.