Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 450. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1005  —  450. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um kostnað vegna ráðgjafarþjónustu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve mikill var kostnaður ráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu frá 1. júlí 2013 til 15. mars 2014?

    Ráðuneytið hefur keypt ráðgjafarþjónustu fyrir 26.203.244 kr. af lögaðilum og sjálfstæðum verktökum á tímabilinu 1. júlí 2013 til 15. mars 2014. Með ráðgjafarþjónustu er átt við vinnu lögfræðinga, viðskipta- og hagfræðinga, löggiltra endurskoðenda, rekstrarráðgjafa, landfræðinga, fyrirtækja á sviði auglýsingaþjónustu, upplýsingaöflunar, kynningarstarfsemi og ýmis önnur ráðgjafarstörf. Inni í heildarfjölda ráðgjafa eru einnig þeir aðilar sem setið hafa í eða unnið fyrir tímabundnar verkefnanefndir á vegum ráðuneytisins og þegið laun fyrir sem og aðkeypt ráðgjafarþjónusta vegna vinnu stjórnvalda við undirbúning og framkvæmd áætlunar um losun fjármagnshafta og jafnframt ráðgjafarþjónusta fyrir fastanefndir ráðuneytisins og sjálfstæðar úrskurðarnefndir sem heyra undir ráðuneytið.