Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 591. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1066  —  591. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um skráningu viðskiptasögu hjá fjármálastofnunum.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.

     1.      Halda fjármálastofnanir utan um skráningar á fjárhagslegri stöðu og viðskiptasögu einstaklinga? Ef svo er, hvaða reglur gilda um slíkt?
     2.      Hvernig eru einstaklingar skráðir hjá fjármálastofnunum:
              a.      á meðan gildur greiðsluaðlögunarsamningur er í skilum,
              b.      eftir að greiðsluaðlögunarsamningi lýkur og er uppgreiddur samkvæmt samningsskilmálum,
              c.      eftir að tveggja ára fyrningarfresti lýkur frá skiptalokum einstaklings,
              d.      og, ef við á, hvenær er slíkri skráningu aflétt og henni eytt úr skrám?
     3.      Er haldið sérstaklega utan um afskrifaðar kröfur vegna einstaklinga og hversu lengi varir slík skráning í kerfum fjármálastofnana?
     4.      Hvenær eru fyrndar kröfur felldar brott úr kerfum fjármálastofnana?
     5.      Eru kröfur fjármálastofnana framseldar til innheimtufyrirtækja? Ef svo er, hvenær er slíkum skráningum eytt úr kerfum?


Skriflegt svar óskast.