Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 606. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1172  —  606. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um afhendingu kjörskrárstofna.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Af hversu miklum tekjum hefur Þjóðskrá Íslands orðið á seinustu 15 árum vegna fyrirmæla ráðuneytisins um að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofna, límmiða og önnur gögn endurgjaldslaust í stað þess að rukka fyrir þau samkvæmt gjaldskrá? Svar óskast sundurliðað eftir kosningum og framboðslistum sem óskað hafa eftir gögnum.
     2.      Hversu lengi hefur tíðkast að afhenda framangreind gögn og hversu lengi hefur það verið gert án endurgjalds?
     3.      Þurfa stjórnmálasamtök sem beiðast gagnanna að skrifa undir samning í þeim tilgangi að tryggja að meðferð þeirra sé í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og önnur sambærileg lagaákvæði?
     4.      Hyggst ráðherra sjá til þess að farið sé eftir áliti Persónuverndar í máli nr. 2013/828 þar sem fram kemur að ekki sé fullnægjandi lagastoð fyrir afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna?


Skriflegt svar óskast.