Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 563. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1191  —  563. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni
um áhrif húsnæðisskuldalækkana á viðskiptaafgang.


     1.      Um hve háa fjárhæð í krónum talið er álitið að viðskiptajöfnuður muni versna árlega að meðaltali á næstu fimm árum vegna aukins innflutnings í kjölfar lækkunar húsnæðisskulda samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar?
     2.      Hve miklu má ætla að afborganir erlendra lána í krónum talið nemi umfram viðskiptaafgang á árunum 2014–2018 miðað við að viðskiptajöfnuður verði á næstu árum 3,5%, þ.e. jafn meðaltali síðustu þriggja ára?

    Seðlabanki Íslands hefur greint greiðslujöfnuð þjóðarinnar ítarlega síðustu missiri og hefur skoðað áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar verðtryggðra skulda heimila (sbr. þingskjal 836 – 484. mál og þingskjal 837 – 485. mál) á greiðslujöfnuðinn. Í ljósi þess óskaði fjármála- og efnahagsráðuneytið eftir svörum bankans við fyrirspurninni. Svar bankans við 1. og 2. tölul. er birt með svari þessu sem fylgiskjal.

     3.      Í ljósi svara við 1. og 2. tölul., hver eru áhrif tillagna frumvarpsins á getu Íslands til að standa við erlendar greiðsluskuldbindingar á næstu fimm árum?
    Aðgerðir sem örva einkaneyslu hafa neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð að öðru óbreyttu, en aðgerðir til lækkunar verðtryggðra skulda heimilanna hafa jákvæð auðsáhrif á heimili og lækka greiðslubyrði. Bætt staða heimilanna örvar þjóðarútgjöld á grundvelli aukinnar einkaneyslu. Líkur eru aftur á móti á því að landsframleiðslan aukist minna vegna þess hve stór hluti þjóðarútgjaldanna leiðir til aukins innflutnings sem að öðru óbreyttu leiðir til minni viðskiptaafgangs. Áhrif aðgerðanna eru ákveðinni óvissu háð, en séreignarsparnaðarleiðin vegur á móti áhrifum lækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána þar sem hún hvetur til aukins sparnaðar heimila. Stjórnvöld geta auk þess gripið til hagstjórnarlegra áhrifa til þess að draga úr neikvæðum áhrifum aðgerðanna á getu Íslands til þess að standa við erlendar greiðsluskuldbindingar sína. Við aðstæður sem þessar skiptir ekki síst máli að fjármál hins opinbera séu rekin af ábyrgð, en styrk stjórn opinberra fjármála ýtir undir þjóðhagslegan sparnað. Þannig verði þjóðhagsleg áhrif aðgerða til lækkunar skulda heimilanna jákvæðari og birtist aðeins að litlu leyti í neikvæðum áhrifum á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins.


Fylgiskjal.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Minnisblað Seðlabanka Íslands.
(8. maí 2014.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.