Ferill 156. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 159  —  156. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um söfnunarútsendingar í Ríkisútvarpinu.

Frá Ólínu Þorvarðardóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda hjá Ríkisútvarpinu varðandi það hvaða félagasamtök sem starfa í góðgerða- og mannúðarskyni eiga kost á söfnunarútsendingum í sjónvarpi eða hljóðvarpi þar sem fjár er aflað meðal almennings og fyrirtækja?
     2.      Hvaða góðgerða- og mannúðarfélög hafa fengið slíkar söfnunarútsendingar hjá Ríkisútvarpinu frá því að slíkar útsendingar hófust?
     3.      Hvaða sjónarmið hafa ráðið vali þeirra félagasamtaka hingað til?
     4.      Hver hefur verið kostnaður Ríkisútvarpsins af söfnunarútsendingum síðustu fimm ára?


Skriflegt svar óskast.