Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 167  —  162. mál.




Fyrirspurn



til forseta Alþingis um greiðslur í tengslum við störf rannsóknarnefndar Alþingis
um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna.


Frá Karli Garðarssyni.



     1.      Hvaða greiðslur fengu nefndarmenn í rannsóknarnefnd um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna fyrir störf sín við skýrslugerðina, sundurliðað eftir einstaklingum? Hvaða tímafjöldi lá að baki greiðslum til hvers og eins og hvert var tímakaupið?
     2.      Hvert var fyrirkomulag greiðslna til nefndarmanna og annarra sem tengdust nefndinni? Voru þetta verktakagreiðslur eða var þeim greitt með öðrum hætti? Fengu nefndarmenn eða aðrir greitt orlof eða í lífeyrissjóð eða aðrar launatengdar greiðslur? Ef svo var, af hverju?
     3.      Var lögaðilum í eigu nefndarmanna, eða tengdum þeim, greitt fyrir störf fyrir nefndina? Ef svo var, hver voru tengsl lögaðilanna við nefndarmenn, fyrir hvaða vinnu var greitt, hvert var tímakaupið og hversu háar fjárhæðir var um að ræða?
     4.      Hverjir aðrir en nefndarmenn, og þeir sem nefndir eru að framan, fengu greitt fyrir störf í tengslum við störf rannsóknarnefndarinnar? Um hvers konar störf var að ræða, hvaða upphæð var um að ræða í hverju tilviki fyrir sig (átt er við bæði einstaklinga og lögaðila) og hvert var tímakaupið?


Skriflegt svar óskast.