Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 181  —  172. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eftirlit með hvalveiðum.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hvernig var háttað eftirliti með hvalveiðum sem fara átti fram sumarið 2014 samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn á þskj. 1303 á 143. löggjafarþingi?
     2.      Hvað skýrir þá afstöðubreytingu ráðherra að samkvæmt svarinu yrðu upplýsingar um dauðatíma hvala sem aflað yrði sumarið 2014 ekki gerðar opinberar en áður hafði ráðherra hins vegar í svari við óundirbúinni fyrirspurn 7. apríl 2014 fullyrt að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar?
     3.      Telur ráðherra það vera í samræmi við upplýsingalög að veita almenningi ekki aðgang að niðurstöðum eftirlits á vegum Fiskistofu, sem er opinber stofnun og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga?
     4.      Verða upplýsingar sem aflað hefur verið um hvalveiðar, bæði sumarið 2014 og í öðru eftirliti, kynntar Alþjóðahvalveiðiráðinu eins og sáttmáli ráðsins kveður á um, þar á meðal upplýsingar um lýsi, mjöl og þess háttar?
     5.      Hver var samanlagður kostnaður af áðurnefndu eftirliti og hvernig var fjármögnun þess háttað?


Skriflegt svar óskast.