Ferill 90. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 194  —  90. mál.




Svar


iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um ráðningar starfsmanna atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, hafa verið ráðnir til starfa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá og með 1. júní 2013 án þess að störfin væru auglýst? Óskað er eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna, verkefni sem þeir eru ráðnir til að sinna og lengd ráðningartíma.

    
Ingvar Pétur Guðbjörnsson kom til starfa sem aðstoðarmaður ráðherra 18. júní 2013. Ráðningartími aðstoðarmanna ráðherra er jafnlangur þeim tíma sem ráðherra situr nema annað sé ákveðið.