Ferill 187. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 208  —  187. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um græna hagkerfið.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hversu miklu fjármagni var úthlutað í aðgerðaáætlun um eflingu græna hagkerfisins, til hvaða verkefna var því úthlutað og hversu mikið af því fjármagni hefur þegar verið nýtt til að framfylgja aðgerðaáætluninni?
     2.      Að hvaða verkefnum sem tengjast því að auka lífræna ræktun og hafa verið fjármögnuð í gegnum græna hagkerfið er unnið innan ráðuneytisins, sbr. orð umhverfis- og auðlindaráðherra við umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 12. september sl.?


Skriflegt svar óskast.