Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 209  —  188. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um menntun íslenskra mjólkurfræðinga.

Frá Elínu Hirst.


     1.      Hvernig er samningum háttað við Dani um menntun íslenskra mjólkurfræðinga?
     2.      Hvernig gengur samstarfið?
     3.      Hvað eru margir íslenskir nemendur við nám í mjólkurfræði í Danmörku sem stendur?
     4.      Hversu mörgum hefur verið synjað um skólavist í Danmörku og á hvaða forsendum?
     5.      Hvaða möguleikar eru á skólavist fyrir nemendur sem vilja leggja stund á þetta nám, hérlendis eða erlendis?
     6.      Eru uppi áform um að menntun í þessari iðngrein geti alfarið farið fram hér á landi?