Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 220  —  199. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hækkun tollkvóta inn á markaði Evrópusambandsins.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvað líður samningum um hækkun tollkvóta fyrir íslenskar landbúnaðarvörur, svo sem skyr, lambakjöt og annað, inn á markaði Evrópusambandsins?
     2.      Hverjar voru kröfur Íslands í upphafi?
     3.      Hvenær voru síðustu fundir embættismanna haldnir þar um?
     4.      Hvers eðlis eru kröfur Evrópusambandsins á móti?
     5.      Í ljósi þess að fyrstu umræður Íslands og Evrópusambandsins um vernd afurðarheita komu upp í tengslum við slíka samninga, hyggst þá ráðherra tengja það mikilvæga mál inn í viðræðurnar til að tryggja m.a. vernd skyrs gagnvart evrópskri framleiðni?
     6.      Hvað veldur tregðu í þessum samningum sem fóru upphaflega mjög vel af stað?