Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 222  —  201. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rannsóknir á fiskstofnum
á miðsævisteppinu milli Íslands og Grænlands.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvaða rannsóknir fara fram á þeim 50–60 fiskstofnum sem finnast á hinu svokallaða miðsævisteppi milli Íslands og Grænlands og nytja mætti í framtíðinni? Hyggst ráðherrann efla þær?
     2.      Telur ráðherra mikilvægt frá sjónarhóli íslenskra sjávarútvegshagsmuna að tilraunaveiðar séu skipulagðar í þessa stofna til að tryggja rétt Íslendinga til þeirra og afla veiðireynslu miðað við hugsanlega kvótasetningu í framtíðinni?
     3.      Hvaða aðrar þjóðir mættu veiða úr fyrrgreindum stofnum ef Íslendingar sinna þeim ekki?