Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 229  —  203. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um rekstur sjúkrahótels.

Frá Björt Ólafsdóttur.


     1.      Hver var kostnaður ríkissjóðs við rekstur sjúkrahótels við Ármúla sl. fimm ár, sundurgreint eftir árum á verðlagi ársins 2014?
     2.      Hvert var verð á hverja gistinótt á sjúkrahótelinu framangreind ár, sundurgreint eftir árum á verðlagi ársins 2014?
     3.      Hver er áætlaður sparnaður vegna útboðs Ríkiskaupa á rekstri sjúkrahótels á höfuðborgarsvæðinu?
     4.      Hvert er áætlað verð á hverja gistinótt miðað við breytt rekstrarform og útboðsgögn?
     5.      Hve mikið er áætlað að þjónustan aukist eða dragist saman með breyttu rekstrarformi?


Skriflegt svar óskast.