Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 261  —  232. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um fráveitumál.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hvert er mat ráðherra á stöðu fráveitumála á fjölsóttum náttúruverndarsvæðum í byggð, svo sem við Mývatn og Laxá og umhverfis Þingvallavatn?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að ríkið komi að framkvæmdum við fráveitur á náttúruverndarsvæðum með sérstökum fjárveitingum í því skyni að hraða úrbótum?
     3.      Hvernig metur ráðherra stöðu þeirra sveitarfélaga sem liggja inn til landsins og eiga ekki aðgang að sjó með tilliti til fráveitumála?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að tekið verði upp að nýju það fyrirkomulag að ríkið endurgreiði sveitarfélögum útlagðan virðisaukaskatt vegna fráveituframkvæmda?