Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 310  —  263. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um lánveitingar
Lánasjóðs íslenskra námsmanna til skólagjaldalána.


Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Hversu háar fjárhæðir hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna lánað árlega vegna skólagjalda til a) náms á háskólastigi, b) frumgreinanáms á Íslandi frá árinu 2004 til og með 2013? Svar óskast sundurliðað niður á skóla, ár og fjárhæðir á verðlagi í september 2014.
     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður ríkissjóðs af hlutdeild hans í vaxtakostnaði vegna framantaldra lána? Svar óskast sundurliðað niður á skóla, ár og fjárhæðir á verðlagi í september 2014 fyrir nám á háskólastigi annars vegar og frumgreinanám hins vegar.


Skriflegt svar óskast.