Ferill 267. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 314  —  267. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um S-merkt lyf.

Frá Álfheiði Ingadóttur.


     1.      Hver var heildarkostnaður ríkisins við afgreiðslu S-merktra og leyfisskyldra lyfja á árinu 2013 og hver er áætlaður kostnaður á árinu 2014? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort sjúklingar fá lyf til töku inni á sjúkrastofnun eða utan.
     2.      Hversu margir sjúklingar fengu ávísað S-merktum lyfjum árið 2013? Svar óskast sundurliðað eftir:
                  a.      aldri, kyni og sjúkdómum sjúklinga,
                  b.      fjölda lífeyrisþega, öryrkja og barna með umönnunarkort,
                  c.      fjölda þeirra sem voru inniliggjandi á sjúkrahúsum, líknardeildum og hjúkrunarheimilum, þeirra sem fengu lyfin á göngudeild og þeirra sem skyldu taka þau heima hjá sér, þ.e. utan heilbrigðisstofnunar.
     3.      Munu öll S-merkt lyf sem ávísað er til meðferðar utan stofnana falla undir greiðsluþátttökukerfið? Ef svo er ekki, hvaða lyf eða hvers konar lyf munu ekki falla undir greiðsluþátttökukerfið?
     4.      Er áformað að breyta viðmiðunarreglu fyrir verðlagningu í heildsölustigi á þeim S-merktu lyfjum sem fara yfir í almennt greiðsluþátttökukerfi lyfja til samræmis við viðmiðunarreglu fyrir önnur lyfseðilsskyld lyf, sbr. 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd? Ef svo er, hvaða áhrif hefði slík breyting á smásöluverð lyfjanna að óbreyttu og þar með lyfjakostnað sjúkratryggðra og ríkisins?
     5.      Hvaða kostnaðaráhrif er búist við að yfirfærsla S-merktra lyfja í almenna greiðsluþátttökukerfið muni hafa á útgjöld sjúkrahúsa vegna þeirra og annarra lyfja, svo sem vegna lyfjakostnaðar, birgðakostnaðar og umsýslu, sem og áhrif á stjórnsýslukostnað hjá öðrum opinberum aðilum?


Skriflegt svar óskast.