Ferill 277. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 337  —  277. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um aukin framlög til NATO.

Frá Birni Val Gíslasyni.


     1.      Hversu mikið munu útgjöld Íslands aukast vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að auka framlög til NATO umfram það sem fram kemur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015?
     2.      Er ætlunin að auka tekjur ríkisins á móti auknum útgjöldum vegna NATO? Ef svo er, hversu mikil verður tekjuaukningin?
     3.      Er áformaður niðurskurður ríkisútgjalda vegna hækkunar á framlagi til NATO? Ef svo er, hversu mikill verður niðurskurðurinn og hvar mun hans gæta?


Skriflegt svar óskast.