Ferill 279. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 339  —  279. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán.


Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.



     1.      Hversu mörg verðtryggð húsnæðislán til a) 40 ára, b) 25 ára, hafa Íbúðalánasjóður, bankar og lífeyrissjóðir veitt árlega frá 1. janúar 2009? Hver hefur árleg heildarfjárhæð slíkra lána verið á verðlagi ársins 2014?
     2.      Hversu mörg óverðtryggð húsnæðislán hafa Íbúðalánasjóður, bankar og lífeyrissjóðir veitt árlega frá 1. janúar 2009? Hver hefur árleg heildarfjárhæð slíkra lána verið á verðlagi ársins 2014?
     3.      Hversu mörgum húsnæðislánum hefur verið breytt úr verðtryggðum í óverðtryggð hjá Íbúðalánasjóði, bönkum og lífeyrissjóðum árlega frá 1. janúar 2009? Hver hefur árleg heildarfjárhæð slíkra lána verið á verðlagi ársins 2014?
     4.      Telur ráðherra að þróun húsnæðislánamarkaðar sé í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að afnema verðtryggingu húsnæðislána?
     5.      Til hvaða ráðstafana ætlar ráðherra að grípa til að auðvelda þeim sem þegar hafa verðtryggð lán að skipta yfir í óverðtryggð lán?


Skriflegt svar óskast.