Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 352  —  291. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um upplýsingar um loftmengun.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hefur almannavarnahlutverk Ríkisútvarpsins við miðlun upplýsinga um áhrif gosmengunar á loftgæði verið skilgreint?
     2.      Hvaða viðmiðunum er fylgt þegar sendar eru út tilkynningar í smáskilaboðum frá almannavörnum um breinnisteinsdíoxíðmengun?
     3.      Er niðurstöðum mælinga á loftgæðum safnað skipulega frá öllum mælum sem settir hafa verið upp á landinu síðustu vikur? Ef svo er, eru niðurstöður mælinganna aðgengilegar almenningi og hvar þá?
     4.      Kemur til greina að þeir sem eru viðkvæmir í lungum, svo sem astmasjúklingar, gætu óskað sérstaklega eftir því að fá tilkynningar í smáskilaboðum þegar mengun frá eldgosum eða af öðrum orsökum fer yfir tiltekin mörk? Kemur til greina að aðrir sem óskuðu þess fengju slíkar tilkynningar?


Skriflegt svar óskast.