Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 353  —  167. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Silju Dögg Gunnarsdóttur
um endurskoðun lagaákvæða um notkun þjóðfánans.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig gengur vinna við endurskoðun lagaákvæða um notkun þjóðfánans við markaðssetningu á vörum, sbr. frumvarp sem vísað var til ríkisstjórnarinnar í vor (13. mál á 143. löggjafarþingi)? Hvað hefur þegar verið gert og hvaða vinna er áformuð?

    Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sbr. forsetaúrskurð nr. 71/2013, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, var forsætisráðuneytinu falið að taka umrætt frumvarp til skoðunar og hefur ráðuneytið þegar hafið þá skoðun og er stefnt að því, sbr. þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, að frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/1944, um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, þar sem ákvæði um notkun íslenska fánans til markaðssetningar á íslenskum vörum verða endurskoðuð, verði lagt fram á vorþingi 2015.