Ferill 86. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 357  —  86. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um ráðningar starfsmanna ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, hafa verið ráðnir til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá og með 1. júní 2013 án þess að störfin væru auglýst? Óskað er eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna, verkefni sem þeir eru ráðnir til að sinna og lengd ráðningartíma.

    Vegna verkefna ráðuneytisins hafa fimm einstaklingar verið fengnir til ráðgjafar eða sérverkefna, ýmist í hlutastarf eða fullt starf og til skemmri eða lengri tíma.
    Í janúar 2014 var dr. Tryggvi Þór Herbertsson ráðinn verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Samningur við hann er í gildi út október 2014.
    Í febrúar 2014 var Benedikt Gíslason fenginn til að veita ráðherranefnd um efnahagsmál ráðgjöf við afnám fjármagnshafta. Samningurinn við hann gilti til aprílloka 2014.
    Í júlí 2014 voru fjórir sérfræðingar ráðnir til að vinna að losun hafta, með erlendum ráðgjöfum sem fengnir hafa verið til verksins í samræmi við ákvörðun ráðherranefndar um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta. Þeir eru Benedikt Gíslason, Eiríkur Svavarsson hrl., Freyr Hermannsson og Glenn Kim sem jafnframt leiðir verkefnið. Í flestum tilvikum gilda samningar við þá til ársloka 2014.
    Þá starfa tveir aðstoðarmenn með ráðherra sem ráðnir eru samkvæmt heimild í 22. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, þau Svanhildur Hólm Valsdóttir sem hefur starfað frá 23. maí 2013 og Teitur Björn Einarsson sem hefur starfað frá 14. ágúst 2014. Benedikt Gíslason starfaði sem aðstoðarmaður ráðherra frá 21. nóvember 2013 til 31. janúar 2014. Aðstoðarmenn ráðherra gegna störfum svo lengi sem ráðherra ákveður, þó ekki lengur en ráðherra sjálfur.