Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 387  —  316. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um rafræn skattkort.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hver eru rökin fyrir því að launþegi þurfi að flytja skattkort á milli vinnuveitenda til þess að njóta persónuafsláttar?
     2.      Er eitthvað því til fyrirstöðu að skattyfirvöld meðhöndli útreikning og nýtingu persónuafsláttar sjálfkrafa í samræmi við séróskir launþega ef þær eru fyrir hendi? Ef svo er, þá hvað?
     3.      Er unnið að því í ráðuneytinu að taka upp rafræn skattkort?


Skriflegt svar óskast.