Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 388  —  317. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um losun frá framræstu votlendi.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hver er losun frá framræstu landi í skóglendi, ræktuðu landi og mólendi miðað við gildandi stuðla sem notaðir eru í opinberu losunarbókhaldi?
     2.      Hver yrði losunin vegna framangreindra þátta á grundvelli nýrra stuðla eða innlendra rannsókna á losun frá framræstu landi?
     3.      Hvernig mundu tölur um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi breytast við það?
     4.      Hver væri þá heildarlosun frá brennslu jarðefnaeldsneytis, iðnaði og framræstu mólendi?


Skriflegt svar óskast.