Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 419  —  148. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um söluandvirði ríkiseigna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu háar fjárhæðir hefur ríkið fengið greiddar vegna sölu eftirtalinna ríkiseigna:
     a.      Landsbankans,
     b.      Búnaðarbankans,
     c.      Símans,
     d.      Sementsverksmiðjunnar,
     e.      Áburðarverksmiðjunnar,
     f.      Síldarverksmiðja ríkisins?
    Söluandvirðið óskast tilgreint á núvirði.


Heildarsöluverð (millj. kr.)

Fyrirtæki Tímabil Millj. kr. Millj. kr. miðað við núverandi verðlag
Landsbanki Íslands 1999–2003 20.993 40.916
Búnaðarbanki Íslands 1999–2003 16.625 31.806
Landssími Íslands 2001 og 2005 67.787 118.065
Sementsverksmiðjan
(sjá skýringu)
2011 11,6 13,5
Áburðarverksmiðjan 1999 1.250 2.787
Síldarverksmiðja ríkisins (SR-mjöl hf.) 1993 725 1.826
Samtals 107.392 195.414

    Þess skal sérstaklega getið, eins og fjallað hefur verið um í skýrslum Ríkisendurskoðunar til Alþingis, að 68 millj. kr. söluandvirði Sementsverksmiðjunnar hf. barst ekki til ríkisins við sölu félagsins á árinu 2003. Ástæða þess var m.a. sú að greiðslan var háð fyrirvara um samþykki bæði Samkeppniseftirlitsins og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). ESA hóf árið 2004 formlega rannsókn á því hvort yfirtaka ríkissjóðs á eignum verksmiðjunnar, sem ekki tengdust rekstrinum og lífeyrisskuldbindingum, fæli í sé ólögmætan ríkisstyrk. Í maí 2008, eða tæpum fimm árum síðar, lá úrskurður ESA fyrir og gerði stofnunin ekki athugasemd við söluna. Þá var fjárhagsleg staða Sementsverksmiðjunnar hf. orðin afleit og hún var eina eign Íslensks Sements hf., viðsemjanda ríkisins. Í kjölfar nauðasamninga Íslensks Sements hf. í júní 2011 var það niðurstaða að félagið greiddi 9,78% af kröfum og barst ríkinu 11,6 millj. kr. greiðsla á grundvelli nauðasamninganna.