Ferill 198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 427  —  198. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni
um stöðu manna sem grunaðir eru um refsiverða háttsemi
í skilningi 1. gr. laga um embætti sérstaks saksóknara .


    Í tilefni af fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir umsögn embættis sérstaks saksóknara. Í svari embættisins, dags. 21. október sl., er tekið fram að miðað sé við þau sakamál sem til rannsóknar eru hjá embættinu í skilningi 1. málsl. 1. gr. laga nr. 135/2008, þ.e. vegna gruns um refsiverða háttsemi sem tengst hefur starfsemi fjármálafyrirtækja og þeirra sem átt hafa hluti í þeim fyrirtækjum eða farið með atkvæðisrétt í þeim, sömuleiðis gruns um refsiverða háttsemi stjórnenda, ráðgjafa og starfsmanna fjármálafyrirtækja og þeirra annarra sem komið hafa að starfsemi fyrirtækjanna.

     1.      Hve margir eru grunaðir um refsiverða háttsemi í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laga um embætti sérstaks saksóknara, nr. 135/2008?
    Í svari embættisins kemur fram að samtals 72 einstaklingar hafi nú réttarstöðu sakbornings hjá embættinu í skilningi 1. málsl. 1. gr. laga nr. 135/2008.

     2.      Hversu lengi hafa þessir menn haft stöðu grunaðra manna?
    Í umsögn embættisins kemur fram tímalengd réttarstöðu hvers og eins sakbornings í hverju máli fyrir sig, í mánuðum talið, sbr. töflu 1. Í svari embættisins kemur jafnframt fram að hafa beri í huga að í nokkrum tilvikum koma sömu aðilar við sögu í tveimur eða fleiri málum. Þá er tekið fram við hvert málsnúmer ef þurft hefur að afla gagna erlendis frá með réttarbeiðni, merkt R*), en eðli málsins samkvæmt taka slík mál lengri tíma í rannsókn. Í töflunni er skráningarár hvers máls og raðnúmer innan ársins tilgreint en tekið skal fram að ekki er um raunveruleg málsnúmer að ræða.

Tafla 1. Fjöldi einstaklinga með réttarstöðu sakbornings í hverju máli,
tímalengd réttarstöðu hvers og eins, talið í mánuðum.

Mál Aðilar Mánuðir Aðilar Mánuðir Aðilar Mánuðir Fjöldi með réttarstöðu sakbornings samtals
í hverju máli
2009 - 1 a 57 b 63 c 57 3
2009 - 2 a 48 d 48 g 48 7
b 48 e 48
c 44 f 48
2010 - 1 R *) a 45 d 46 g 46 8
b 46 e 46 h 46
c 46 f 46
2010 - 2 R *) a 45 d 46 g 46 8
b 46 e 46 h 46
c 46 f 46
2010 - 3 R *) a 45 d 46 g 46 8
b 46 e 46 h 46
c 46 f 46
2010 - 4 R *) a 45 d 46 g 46 9
b 46 e 46 h 46
c 46 f 46 i 46
2010 - 5 a 35 e 35 i 35 10
b 35 f 35 í 35
c 35 g 35
d 35 h 34
2011- 1 R *) a 46 d 46 g 46 7
b 45 e 46
c 46 f 46
2011 - 2 R *) a 10 c 9 e 11 5
b 10 d 11
2011 - 3 a 1 c 25 d 2 4
b 25
2011 - 4 a 0 b 1 c 2 3
2011 - 5 a 35 d 35 g 35 8
b 28 e 35 h 35
c 35 f 35
2011 - 6 a 40 1
2011 - 7 R *) a 34 g 35 l 35 17
b 35 h 35 m 35
c 35 i 35 n 35
d 35 í 35 o 35
e 35 j 35 ó 35
f 35 k 35
2011 - 8 a 35 d 35 g 35 9
b 35 e 35 h 35
c 28 f 35 i 35
2011 - 9 a 35 e 35 i 28 10
b 28 f 35 í 35
c 35 g 35
d 35 h 35
2011 - 10 a 9 b 9 2
2011 - 11 a 12 c 9 d 11 4
b 9
2011 - 12 a 35 1
2011 - 13 a 35 c 35 e 35 6
b 35 d 35 f 35
2011 - 14 a 12 b 9 c 9 3
2011 - 15 a 23 d 35 g 35 7
b 35 e 35
c 23 f 35
2011 - 16 a 20 d 21 g 20 9
b 21 e 21 h 20
c 20 f 20 i 19
2011 - 17 a 45 1
2012 - 1 a 1 1
2012 - 2 a 12 1
2012 - 3 a 10 d 12 g 16 8
b 17 e 9 h 10
c 10 f 12
2013 - 1 a 11 c 12 e 12 6
b 13 d 10 f 10
2013 - 2 a 12 c 9 d 11 4
b 9
2013 - 3 a 9 b 9 c 4 3
2013 - 4 a 9 b 9 2
2013 - 5 a 7 c 12 e 7 5
b 5 d 5
2014 - 1 a 1 b 7 2
R *) við málsnúmer táknar að þurft hefur að senda réttarbeiðni (eina eða fleiri) vegna gagnaöflunar erlendis frá.

     3.      Hve margir hafa stöðu grunaðs manns í fleiri en einu máli? Svarið óskast sundurliðað eftir grunuðum mönnum án nafngreiningar.
    Í umsögn embættisins kemur fram að samtals 33 einstaklingar hafi nú réttarstöðu sakbornings í tveimur málum eða fleiri hjá embættinu, sbr. töflu 2.

Tafla 2. Fjöldi einstaklinga með réttarstöðu sakbornings
í tveimur málum eða fleiri hjá embættinu.

Aðilar Fjöldi mála Aðilar Fjöldi mála Aðilar Fjöldi mála
a 3 j 6 u 3
á 2 k 5 ú 2
b 7 l 3 v 5
c 2 m 6 w 3
d 3 n 2 x 6
e 5 o 8 y 3
f 4 ó 9 ý 6
g 4 p 2 z 2
h 3 r 2 þ 5
i 5 s 2 æ 2
í 6 t 10 ö 7

     4.      Hve margir hafa haft stöðu grunaðs manns án þess að rannsókn þess hafi leitt til ákæru?
    Í umsögn embættisins kemur fram að samtals 213 einstaklingar hafi fengið réttarstöðu sakbornings hjá embættinu án þess að rannsókn viðkomandi máls hafi leitt til ákæru á hendur þeim, sundurliðað eftir skráningarári mála, sbr. töflu 3.

Tafla 3. Fjöldi einstaklinga með réttarstöðu sakbornings án þess
að rannsókn hafi leitt til útgáfu ákæru á hendur þeim.

Skráningarár mála Fjöldi einstaklinga
2009 132
2010 41
2011 37
2012 0
2013 3
2014 0
213

     5.      Hefur Ísland undirgengist einhverja þjóðréttarsamninga sem kveða á um takmörk við því hve lengi menn geta haft stöðu grunaðra manna án þess að þeir sæti ákæru? Svarið óskast sundurliðað eftir samningum og ákvæðum þeirra.
    Ísland hefur ekki undirgengist þjóðréttarsamninga sem með beinum hætti kveða á um takmörk við því hve lengi menn geta haft stöðu grunaðra manna án þess að sæta ákæru. Það skal þó tekið fram að Ísland hefur hins vegar undirgengist þjóðréttarsamninga á borð við t.d. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en í 6. gr. sáttmálans má finna hliðstæða reglu og í 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, þar sem kveðið er á um að öllum beri réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Þrátt fyrir að samkvæmt orðanna hljóðan taki þessi meginregla einungis til mála fyrir dómi hefur henni verið beitt og hún skilgreind sem svo að hún taki einnig til mála á rannsóknarstigi. Þá má nefna c-lið 3. mgr. 14. gr. alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sbr. lög nr. 10/1979, þar sem kveðið er á um að mál skuli rannsökuð án óhæfilegrar tafar. Í 2. málsl. 2. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, er enn fremur kveðið á um skyldu þeirra sem rannsaka sakamál að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er.