Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 526  —  182. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Valgerði Bjarnadóttur
um virðisaukaskattsuppgjör heildverslana með lyf og lækningavörur.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hverjar eru helstu skýringar þess að innskattur heildverslana með lyf og lækningavörur (ÍSAT-flokkur 46.46.0), sbr. lög nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, var tæpum 1,7 milljörðum kr. hærri en útskattur á árinu 2013?

    Helsta skýring þess að innskattur fyrirtækja í atvinnugreininni heildverslun með lyf og lækningavörur var um 1,7 milljörðum kr. umfram útskatt á árinu 2013 virðist vera sú að stór hluti veltunnar í greininni er útflutningur og þannig undanþeginn virðisaukaskatti. Við þær aðstæður fæst innskattur endurgreiddur. Í einhverjum tilvikum kann innskattur fyrirtækis líka að vera hærri fjárhæð en útskattur af skattskyldri veltu á tilteknu tímabili vegna fjárfestinga eða endurnýjunar á fasteignum eða öðrum fastafjármunum. Í ÍSAT2008-flokkunarkerfinu hefur heildverslun með lyf og lækningavörur atvinnugreinarnúmerið 46.46.0. Við atvinnugreinamerkingu einstakra fyrirtækja er almennt farið eftir flokkun þeirra í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Á árinu 2013 var 51 aðili á virðisaukaskattsskrá talinn til atvinnugreinar 46.46.0 samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra. Í eftirfarandi töflu er þeim skipt í tvo flokka, annars vegar þá sem eru með jákvæð skil og hins vegar neikvæð.

Velta, útskattur og innskattur fyrirtækja sem teljast
til atvinnugreinar 46.46.0 á árinu 2013.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.