Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 528  —  269. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni
um fundi með kröfuhöfum í þrotabú föllnu bankanna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur ráðherra eða embættismenn ráðuneytisins átt fundi með kröfuhöfum í þrotabú föllnu bankanna? Ef svo er, hversu margir slíkir fundir hafa verið haldnir, hvar fóru þeir fram, hvaða einstaklingar sátu þá fundi a) fyrir hönd ráðuneytisins eða ríkisstjórnarinnar, b) fyrir hönd kröfuhafa, c) fyrir hönd annarra aðila og þá hverra? Hvert var fundarefnið? Hafa fundir þessir leitt til einhverrar niðurstöðu og ef svo er, hvaða niðurstöðu?

    Stjórnvöld hafa beint samskiptum vegna slitameðferðar til slitastjórna, en þær hafa m.a. það lögskipaða hlutverk að hafa með höndum lok slitameðferðar. Ráðherra hefur ekki átt fund með kröfuhöfum í sinni ráðherratíð. Aðeins einn fundur hefur farið fram með kröfuhöfum þar sem embættismaður ráðuneytisins var viðstaddur. Fundurinn fór fram á Hilton Reykjavík Nordica 15. mars 2014 og var hann kynningarfundur um stöðu og horfur efnahagsmála á Íslandi. Fundinn sótti óformlegt kröfuhafaráð Kaupþings og Glitnis (e. informal credit committees).