Ferill 309. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 534  —  309. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur
um vinnustaðanámssjóð.


     1.      Hve miklu fé hefur verið úthlutað úr vinnustaðanámssjóði frá stofnun hans og hversu margir hafa fengið úthlutað úr honum, sundurliðað eftir árum?
    Í töflunni hér á eftir eru upplýsingar um úthlutanir styrkja til vinnustaðanáms frá því að greiðslur hófust árið 2011.

Úthlutanir styrkja til vinnustaðanáms árin 2011–2014.

Tímabil Fjöldi fyrirtækja eða stofnana Fjöldi nemenda Greiðsla á viku Samtals úthlutað
Haust 2011 56 182 20.000 kr. 54.500.000 kr.
Vor 2012 113 352 17.000 kr. 83.800.000 kr.
Haust 2012 110 396 14.000 kr. 76.500.000 kr.
Vor 2013 134 491 12.000 kr. 75.800.000 kr.
Haust 2013 119 402 12.000 kr. 72.138.000 kr.
Vor 2014 144 498 12.000 kr. 94.440.000 kr.
Haust 2014 87 411 12.000 kr. 78.828.000 kr.

     2.      Hyggst ráðherra gera breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 þess efnis að fjármunir verði lagðir til vinnustaðanámssjóðs?
    Málefni vinnustaðanámssjóðs munu koma til umræðu við frekari vinnslu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2015.