Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 542  —  393. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um rýmkun heimilda lífeyrissjóða til fjárfestinga.

Frá Árna Páli Árnasyni.


    Hver er afstaða ráðherra til hugmynda um að rýmka heimildir lífeyrissjóða þannig að þeir geti átt meira en 15% hlut í fjárfestingarfélagi, ef um er að ræða þjónustufyrirtæki sem sinnir fjárfestingum á starfssvæði viðkomandi lífeyrissjóðs, í því skyni að auka fjárfestingar á landsbyggðinni? Hefur ráðuneytið greint kosti og galla þess að rýmka heimildirnar?


Skriflegt svar óskast.