Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 557  —  398. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um Hlíðarskóla
og stuðning við verkefni grunnskóla.

Frá Kristjáni L. Möller.


     1.      Hvað hefur Hlíðarskóli fengið há framlög árlega úr ríkissjóði sl. 5 ár og til hvaða verkefna hafa þau verið ætluð?
     2.      Hafa aðrir grunnskólar fengið sambærileg framlög sl. 5 ár og ef svo er, um hvaða skóla er að ræða, hver voru árleg framlög sl. 5 ár og til hvaða verkefna voru þau ætluð?
     3.      Hvaða kröfur gerir ríkissjóður til verkefna sem þessara þegar þau hafa verið styrkt og með hvaða hætti hefur árangur þeirra verið metinn? Hvert er mat ráðherra á árangri af þeim verkefnum sem ríkissjóður hefur fjármagnað?
     4.      Telur ráðherra að verkefni sem þessi ættu að hluta til eða í heild að vera styrkt af öðru ráðuneyti og þá með hvaða rökum? Hafa viðræður um slíkt átt sér stað?
     5.      Með hvaða hætti telur ráðherra rétt að þróa úrræði sem þessi fyrir þá aðila sem þurfa á þeim að halda og að hvaða marki er rétt að ríkið komi þar að með fjárveitingum?


Skriflegt svar óskast.