Ferill 428. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 650  —  428. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um tekjur og frítekjumark námsmanna
sem eru lántakendur hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hverjar eru nákvæmar meðaltekjur námsmanna sem eru lántakendur hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og hver er nákvæm tekjudreifing þeirra skipt eftir fjölda lántakenda á hverju 50 þús. kr. bili, að undanskildum þeim sem eru að koma af vinnumarkaði og eiga rétt á þreföldu frítekjumarki?
     2.      Hversu mikið mundu lánveitingar aukast ef frítekjumark námsmanna sem eru lántakendur hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna yrði hækkað í:
              a.      1,1 millj. kr.,
              b.      1,2 millj. kr.,
              c.      1,3 millj. kr.,
              d.      1,4 millj. kr.,
              e.      1,5 millj. kr.,
              f.      1,6 millj. kr.,
              g.      1,7 millj. kr.,
              h.      1,8 millj. kr.,
              i.      1,9 millj. kr.,
              j.      2,0 millj. kr.?
     3.      Var litið til tekjuhliðar ríkissjóðs þegar metinn var kostnaður ríkissjóðs við hækkun frítekjumarks úr 750 þús. kr. í 930 þús. kr.?


Skriflegt svar óskast.