Ferill 432. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 663  —  432. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um framtíð Landbúnaðarháskóla Íslands.

Frá Guðbjarti Hannessyni.


     1.      Hver eru áform ráðherra varðandi framtíð Landbúnaðarháskóla Íslands?
     2.      Hefur ráðherra kynnt tillögur um faglega og fjárhagslega framtíð skólans og ef svo er, hvaða gögn eru til grundvallar tillögunum og hverjum hafa þær verið kynntar?
     3.      Hefur ráðherra hætt við fyrri áform um sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands? Ef svo er ekki, liggur fyrir fullmótuð áætlun um sameininguna og skiptingu verkefna milli háskólanna? Liggur fyrir greining á áhrifum sameiningar á námsframboð og rannsóknir? Liggur fyrir kostnaðarmat vegna sameiningar skólanna og ef svo er, hver er áætlaður kostnaður og liggur fyrir fjármagn til að greiða fyrir slíka sameiningu?
     4.      Hvað verður um skuldir Landbúnaðarháskóla Íslands ef hann sameinast Háskóla Íslands? Ef ekki verður af sameiningu skólanna, mun ráðherra þá fylgja eftir þeirri stefnu sem birtist í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 þar sem gert er ráð fyrir umtalsverðum samdrætti í rekstri skólans með tilheyrandi uppsögnum og minnkandi námsframboði? Mun ráðherra krefja Landbúnaðarháskóla Íslands um uppgreiðslu á skuldum skólans og þá á hve löngum tíma?
     5.      Er unnið að varanlegri lausn á fjárhagsvanda skólans? Ef svo er, hverjir koma að þeirri vinnu?


Skriflegt svar óskast.