Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 667  —  435. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um sendiherra.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda um skipunartíma sendiherra?
     2.      Er starfsöryggi sendiherra tryggt með einum eða öðrum hætti og fá þeir laun til æviloka, óháð því hvort eða hvenær þeir láta af starfi sem sendiherrar?
     3.      Hve margir fyrrverandi sendiherrar eru enn í launuðum störfum hjá hinu opinbera?


Skriflegt svar óskast.