Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 676  —  444. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um forgang ráðherra og þingmanna í heilbrigðiskerfinu.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Veit ráðherra til þess að ráðherrar og þingmenn njóti forgangs í heilbrigðiskerfinu? Ef svo er, í hverju er hann fólginn? Ef ekki, mun ráðherra láta rannsaka hvort svo sé (og þá sér í lagi vegna eftirfarandi orða fyrrverandi landlæknis, Ólafs Ólafssonar, í viðtali við Fréttatímann 28. nóvember sl. um heilbrigðismál: „Einhvern veginn er það líka þannig að ráðherrar og þingmenn lenda ekki á biðlistum.“)?
     2.      Ef það reynist rétt að ráðherrar og þingmenn hafi forgang í heilbrigðiskerfinu, mun ráðherra sjá til þess að sá forgangur sé lagður af?


Skriflegt svar óskast.