Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 708  —  460. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um lögfestingu
reglna um þunna eiginfjármögnun.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hvernig hefur ríkisstjórnin unnið að undirbúningi þess að lögfestar verði reglur um þunna eiginfjármögnun, sbr. afgreiðslu Alþingis 16. maí sl. á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, 15. máli 143. löggjafarþings? Sjá einnig nefndarálit frá efnahags- og viðskiptanefnd í sama máli.
     2.      Er þess að vænta að ráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp til laga um lögfestingu reglna um þunna eiginfjármögnun eða hyggst ráðherra senda málið efnahags- og viðskiptanefnd til fyrirgreiðslu, sbr. yfirlýstan vilja nefndarinnar til að sinna því ef ráðherra kýs að gera það ekki?


Skriflegt svar óskast.