Ferill 462. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 710  —  462. mál.
Leiðréttur texti.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 80/2013, um breytingu á lögum um meðferð einkamála,
nr. 91/1991, með síðari breytingum (flýtimeðferð).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar
(UBK, PVB, LínS, ELA, HHG, JMS, VilÁ).


1. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2015“ í 2. gr. laganna kemur: 1. janúar 2016.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með frumvarpinu er lögð til framlenging um eitt ár, til ársloka 2015, á tímabundinni heim ild til að hraða meðferð mála er varða lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu eða uppgjör slíkra skuldbindinga.
    Í heimildinni felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta. Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Lögð er áhersla á að málin fái eins skjóta meðferð og unnt er en hafa verði í huga að oft getur verið um að ræða flókin og umfangsmikil mál. Samt sem áður verður að gefa dómstólum og aðilum máls visst svigrúm í þessum efnum, skoða verði hvert mál fyrir sig og varast að flýtimeðferðin komi niður á málsmeðferðinni. Gert er ráð fyrir því að heimild þessi sé til bráðabirgða á meðan greitt er úr þeim ágreiningi sem enn er til staðar og falli hún niður 1. janúar 2016.