Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 795  —  135. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um framlög ríkisaðila til félagasamtaka.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða ríkisaðilar sem heyra undir ráðherra eru aðilar að félagasamtökum og að hversu miklum hluta? Hversu mikið hafa ríkisaðilarnir greitt í þau félagasamtök á árunum 2007–2013 í formi félagsgjalda eða með annars konar framlagi? Svar óskast sundurlið­að eftir ríkisaðila, félagasamtökum og almanaksári.
     2.      Hvers konar aðhaldi og eftirliti hefur hver og einn ríkisaðili beitt til að tryggja að fram­lagi hans sé varið í samræmi við tilgang félagasamtakanna á árunum 2007–2013?
     3.      Hver félagasamtakanna hafa ákvæði í lögum sínum um að reikningar þeirra séu endur­skoðaðir af löggiltum endurskoðanda, skoðaðir af félagslegum skoðunarmönnum eða með öðrum hætti? Eru einhver þeirra með engin slík ákvæði?


    Leitað var eftir upplýsingum frá stofnunum ráðuneytisins við vinnslu svarsins. Eftirtaldar stofnanir eiga aðild að tilgreindum félagasamtökum.

Framlög ríkisaðila, sem heyra undir ráðuneytið, til félagasamtaka 2007–2013.

Stofnun og samtök 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Samtals kr.
Fasteignir ríkissjóðs
Fasteignastjórnunar­félag Íslands 25.165 25.165 25.165 25.165 25.165 25.165 25.165 176.155
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 4.500 500 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 38.000
Steinsteypufélag Íslands 8.400 9.240 9.240 9.240 9.240 9.240 9.240 63.840
Vistbyggðaráð 300.000 300.000 300.000 315.000 1.215.000
Framkvæmdasýsla ríkisins
BIM Ísland 1.500.000 1.500.000
Byggeri Informations­teknologi 58.640 347.791 536.595 541.997 519.030 505.943 480.424 2.990.420
Fasteignastjórnunar­félag Íslands 25.165 50.330 25.165 25.000 25.000 25.000 175.660
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 33.000
Félag mannauðsstjóra ríkisins 10.000 10.000
Norrænn byggingardagur 40.000 40.000 40.000 40.000 40.000 200.000
Skýrslutæknifélag Íslands 21.500 21.500 32.200 35.400 23.600 134.200
Steinsteypufélag Íslands 11.800 12.980 12.980 12.980 12.980 12.980 76.700
Stjórnvísi 17.300 17.300 19.900 19.900 19.800 19.800 19.800 133.800
The Workplace Network 121.710 171.285 321.125 309.675 923.795
Verkefnastjórnunar­félag Íslands 30.000 30.309 45.000 34.000 34.000 37.500 210.809
Vistbyggðarráð 500.000 500.000 500.000 525.000 2.025.000
Rekstrarfélag Stjórnarráðsins
Skýrslutæknifélag Íslands SKÝ 25.066 21.500 11.800 11.800 70.166
Ríkiskaup
Lögmannafélag Íslands 45.000 45.000 42.000 42.000 42.000 42.000 258.000
Skýrslutæknifélag Íslands SKÝ 21.500 21.500 21.500 21.500 23.600 41.300 150.900
Vistbyggðarráð 100.000 100.000 100.000 300.000
Ríkisskattstjóri
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 4.500 5.000 10.000 6.000 7.000 10.000 42.500
Félag löggiltra endurskoðenda 90.000 48.750 50.000 50.000 238.750
Félag mannauðsstjóra ríkisins 10.000 10.000
Félag um skjalastjórn 3.500 3.500 7.000
ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti 75.000 75.000 75.000 75.000 75.000 75.000 98.937 548.937
Samtök vefiðnaðarins 4.500 2.150 3.650 10.300
Skýrslutæknifélag Íslands 96.900 91.600 91.600 86.200 80.800 88.500 100.300 635.900
Seðlabanki Íslands
Agresso notendafélag 50.000 50.000 50.000 50.000 50.000 250.000
Dansk-íslenska verslunarráðið 75.000 75.000
Dokkan 119.000 119.000 131.900 369.900
EUMA á Íslandi 25.000 25.000
Félag bókasafns- og upplýsingafræðinga 5.000 5.000 6.000 6.000 6.000 28.000
Félag gjaldeyris­miðlara á Íslandi 45.000 285.000 330.000
Félag íslenskra bifreiðaeigenda 4.560 4.800 5.250 14.610
Félag löggiltra endurskoðenda 45.000 48.750 70.000 163.750
Félag um innri endurskoðun 12.500 7.650 13.150 13.000 13.500 59.800
Félag um skjalastjórn 3.500 3.500 3.500 3.500 3.500 17.500
Hollvinafélag viðskipta- og hagfræðideildar 40.000 40.000
ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti 75.000 75.000 75.000 75.000 75.000 90.000 465.000
Landsnefnd alþjóða verslunarráðsins 77.770 77.770
Lögmannafélag Íslands 99.500 154.000 253.500 229.000 187.000 229.000 355.000 1.507.000
Myntsafnarafélag íslands 3.255 3.000 6.255
Skýrslutæknifélag Íslands SKÝ 40.800 32.200 32.200 32.200 23.600 23.600 184.600
Staðlaráð 100.000 100.000 110.000 110.000 110.000 118.000 125.000 773.000
Stjórnvísi 78.900 78.900 157.800
Útivist 4.500 4.500
Skattrannsóknar­stjóri ríkisins
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 4.500 5.000 5.000 6.000 7.000 10.000 37.500
Félag löggiltra endurskoðenda 45.000 48.750 70.000 49.000 105.200 317.950
Stjórnvísi 17.300 17.300 19.900 19.900 19.800 19.800 19.800 133.800
Tollstjóri
ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti 75.000 75.000 75.000 75.000 75.000 90.000 465.000
Skýrslutæknifélag Íslands SKÝ 35.700 37.600 37.600 37.600 43.000 47.200 47.200 285.900
Stjórnvísi 62.900 66.000 78.900 78.900 78.900 78.900 78.900 523.400
Yfirskattanefnd
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 4.500 4.500 5.000 6.000 7.000 10.000 37.000

    Bankasýsla ríkisins á ekki aðild að félagasamtökum. Svar barst ekki frá Fjármálaeftirlit­inu.
    Í svari stofnana kom fram að aðhald og eftirlit með því hvort framlagi þeirra sé varið í samræmi við tilgang félagasamtakanna felist í almennri þátttöku í starfsemi þeirra og að mæta á aðalfundi.
    Framangreind félagasamtök hafa ákvæði um löggilta eða félagskjörna endurskoðendur með fyrirvara um að staðfestar upplýsingar lágu ekki fyrir um endurskoðun Byggeri Infor­mationsteknologi, Norræns byggingardags og The Workplace Network.