Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 800  —  308. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um sóknaráætlun vegna lista, menningar og nýsköpunar.


     1.      Mun áætlun fyrir listir, menningu og annað nýsköpunarstarf sem forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi 31. desember 2013 að unnið væri að á vegum mennta- og menningarmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar birtast á þessu ári eins og fullyrt var í ávarpinu?
    Á yfirstandandi ári hefur verið unnið að drögum að sóknaráætlun í listum, menningu og öðru nýsköpunarstarfi í samræmi við þá yfirlýsingu sem forsætisráðherra gaf í áramótaávarpi sínu 31. desember síðastliðinn.
    Þeirri vinnu er enn ekki lokið og mun afrakstur hennar ekki birtast á þessu ári.

     2.      Hvaða aðilar hafa verið kallaðir til samráðs við gerð áætlunarinnar?
    Vinnan hefur enn sem komið er einungis verið unnin innan vébanda mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Kynning og samráð við hagsmunaaðila mun fara fram áður en endanleg áætlun verður kynnt.