Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 905  —  526. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og við­skipta­ráðherra um raforkuframleiðslu og -notkun.

Frá Haraldi Einarssyni.


     1.      Hvernig er raforkuframleiðslu háttað á Íslandi, þ.e. hvar á landinu verður orkan til skipt eftir kjördæmum og með hvaða hætti miðað við jarðvarma- og vatnsfallsvirkjanir yfir 10 MW og vindorkuvirkjanir yfir 1 MW?
     2.      Hvernig skiptist raforkunotkun eftir kjördæmum?
     3.      Hverjir eru 15 stærstu raforkunotendur landsins og hvar eru þeir staðsettir?


Skriflegt svar óskast.