Ferill 552. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 940  —  552. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í Árneshreppi.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


1.      Hvernig er skipulagi vetrarþjónustu Vegagerðarinnar háttað í Árneshreppi á Ströndum?
2.      Hversu oft þarf Árneshreppur að taka þátt í helmingamokstri yfir vetrartímann?
3.      Hver er kostnaður sveitarfélagsins við helmingamokstur?
4.      Hvaða upplýsingar þurfa að liggja að baki beiðni sveitarfélagsins um mokstur á vegi um Árneshrepp utan umsamins moksturs?


Skriflegt svar óskast.