Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 957  —  554. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um hagsmunagreiningu íslenskra fyrirtækja erlendis
á sviði þjónustuviðskipta í tengslum við TiSA-viðræður.

Frá Ögmundi Jónassyni.


     1.      Hvernig miðar vinnu sem ráðherra vísaði til í skýrslu sinni til Alþingis í mars 2014 með eftirfarandi orðum (418. mál 143. þings): „Utanríkisráðuneytið vinnur nú að ítarlegri hagsmunagreiningu íslenskra fyrirtækja erlendis á sviði þjónustuviðskipta í samstarfi við atvinnulífið. Að málinu koma einnig önnur ráðuneyti og stofnanir og er ætlunin að hafa enn fremur samráð við hagsmunaaðila á vinnumarkaði“?
     2.      Hverjir eru fyrrgreindir aðilar á vinnumarkaði og hvernig er samstarfinu við þá hagað?
     3.      Kemur til greina að semja um markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu eða einhverra annarra þátta sem flokka má undir samfélagsinnviði?
     4.      Verða hugsanlegar samningsniðurstöður bornar undir Alþingi áður en þær yrðu undirritaðar?