Ferill 580. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1009  —  580. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um bann við mismunun.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra leggja fram frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna og/eða frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði á yfirstandandi þingi líkt og þingmálaskrá ríkisstjórnar kveður á um? Telur ráðherra mikilvægt að frumvörpin nái fram að ganga og verði að lögum sem fyrst?
     2.      Telur ráðherra að hér á landi skorti heildstæð jafnræðislög sem feli í sér bann við hvers kyns mismunun á öllum sviðum daglegs lífs, sbr. athugasemdir Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) í úttekt sem birtist 24. febrúar 2015?


Skriflegt svar óskast.