Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1051  —  607. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um eignarhluti ríkisins
og meðalvaxtakostnað á lántökum.


Frá Helga Hjörvar.



     1.      Hvert var bókfært verðmæti eignarhluta ríkisins í eftirtöldum fyrirtækjum miðað við ársreikninga þeirra eins og þeir voru annars vegar í árslok 2009 og hins vegar í árslok 2013:
              a.      Landsbankanum,
              b.      Arion banka,
              c.      Íslandsbanka,
              d.      Landsvirkjun,
              e.      Orkusölunni,
              f.      Orkubúi Vestfjarða,
              g.      Landsneti,
              h.      Rarik,
              i.      Farice,
              j.      Isavia (miða skal við 1. janúar 2010 í stað 31. desember 2009),
              k.      ÁTVR,
              l.      Íslandspósti?
     2.      Hve miklar voru arðgreiðslur frá framantöldum fyrirtækjum til ríkisins sem eiganda á árunum 2010–2013, sundurliðað eftir fyrirtækjum og árum?
     3.      Hver var meðalvaxtakostnaður ríkissjóðs á lántökum á árunum 2010–2013, sundurliðaður eftir árum?
    Í svari við 1. og 2. tölul. er óskað eftir upplýsingum þannig fram settum að eignarhlutir í fyrirtækjunum innbyrðis séu ekki tvítaldir.


Skriflegt svar óskast.