Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1068  —  616. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um skattstofna, gjöld og markaða tekjustofna.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hve mikið og hvenær hafa skatthlutföll einstakra skattstofna og krónutölufjárhæðir gjalda breyst frá ársbyrjun 2008?
     2.      Hvaða skattstofnar og gjöld hafa verið tekin upp og hvaða skattstofnar og gjöld hafa verið aflögð á sama tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Hverjir hafa verið markaðir tekjustofnar á tímabilinu? Hve stór hluti einstakra markaðra tekjustofna hefur runnið til þeirra verkefna sem þeir eru markaðir?
     4.      Hverjir eru markaðir tekjustofnar fyrir 2015, hvaða tekjum er áætlað að hver fyrir sig skili og hvernig er áætlað að verja tekjum af þeim á árinu?


Skriflegt svar óskast.