Ferill 699. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1173  —  699. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um rekstur Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss.


Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hve háum fjárhæðum hefur ríkissjóður varið árlega til reksturs Hörpu frá því að bygging hússins hófst? Hvert er framlagið áætlað 2015? Hverjar hafa verið tekjur, gjöld og sjóðstreymi á verðlagi hvers árs og uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs til mars 2015?
     2.      Hafa framlög ríkisins til stofnana sem eru með rekstur í húsinu hækkað vegna flutnings þeirra þangað og ef svo er, hversu mikið?
     3.      Hver er rekstrargrundvöllur Hörpu næstu 30 árin, tekjur og gjöld með og án afskrifta sem og sjóðstreymi?
     4.      Hve há voru framlög ríkisins til tækjakaupa í Hörpu og hvað gerðu áætlanir ráð fyrir að verja mætti háum fjárhæðum til þeirra?
     5.      Hvað er gert ráð fyrir háum fjárhæðum árlega til viðhalds hússins næstu 30 árin?
     6.      Hve mikið kostaði glerhjúpur hússins og hver er árlegur rekstrar- og viðhaldskostn­aður hans?
     7.      Hvers vegna hefur rekstraráætlun hússins, sem Ríkisendurskoðun fór á sínum tíma yfir og taldi í lagi, ekki gengið eftir og hver eru stærstu frávikin?
     8.      Getur ríkissjóður hætt við skuldbindingu vegna samningsins frá 19. febrúar 2009 um að halda áfram framkvæmdum? Er ekki um að ræða skuldbindingu sem þarf að byggjast á heimild í fjárlögum, sbr. 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar?


Skriflegt svar óskast.