Ferill 710. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1193  —  710. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um gengislán Landsbanka Íslands,
Íslandsbanka og Arion banka.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hvert var heildarkröfuvirði þeirra gengislána sem bókfærð voru hjá Landsbanka Íslands, Íslandsbanka og Arion banka í árslok 2014? Óskað er eftir upplýsingum um heildarfjárhæð höfuðstóls auk áfallinna vaxta en að frádregnum þeim fjárhæðum sem endanlega hefur verið úrskurðað eða samið um að ekki komi til greiðslu af hálfu viðskiptamanna bankanna.
     2.      Hve stór hluti þeirra gengislána sem voru í bókum bankanna í árslok 2014 er tilkominn vegna yfirfærslu eigna frá þrotabúi gömlu bankanna á árinu 2008? Óskað er eftir upplýsingum annars vegar á grundvelli bókfærðs verðs (nettó, að frádregnum afslætti) miðað við síðustu áramót og hins vegar á grundvelli heildarkröfuvirðis, sbr. 1. tölul. (lán sem færð voru yfir frá þrotabúi og hafa verið framlengd teljast hafa verið flutt yfir).


Skriflegt svar óskast.