Ferill 714. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1197  —  714. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um endurgreiddan kostnað
vegna tannlækninga örorkulífeyrisþega.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar hafa fengið endurgreiddan kostnað vegna tannlækninga á hverju ári frá 2007?
     2.      Hversu hátt hlutfall tannlæknakostnaðar síns fengu öryrkjar að meðaltali endurgreitt á sama tíma, sundurliðað fyrir hvert ár?
     3.      Hversu mikið hefur viðmiðunargjaldskrá ráðherra vegna tannlækninga (gjaldskrá nr. 898/2002), sem endurgreiðslur vegna tannlækninga eru grundvallaðar á, verið hækkuð frá því hún tók gildi 2002 að teknu tilliti til verðlagsbreytinga?
     4.      Hvernig hafa fjárheimildir vegna tannlækninga örorkulifeyrisþega verið nýttar hjá Sjúkratryggingum Íslands frá árinu 2007, sundurliðað fyrir hvert ár?
     5.      Er frjáls gjaldskrá tannlækna í öllum tilvikum hærri en viðmiðunargjaldskráin og ef svo er, hversu miklu hærri? Óskað er eftir ónafngreindri sundurliðun eftir öllum tannlæknum fyrir árið 2013.


Skriflegt svar óskast.