Ferill 725. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1224  —  725. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um innleiðingu samnings OECD um baráttu gegn mútugreiðslum
til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum.


Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Að hve miklu leyti hefur samningur OECD um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum verið innleiddur í íslensk lög?
     2.      Er frekari innleiðing samningsins í lög fyrirhuguð? Ef svo er, að hvaða marki og hvenær? Ef svo er ekki, hver er ástæða þess?


Skriflegt svar óskast.